Ótvírætt að Ísland upplifi neikvæð áhrif

Ákvarðanir forseta Bandaríkjanna hafa áhrif á heiminn.
Ákvarðanir forseta Bandaríkjanna hafa áhrif á heiminn. AFP/Kirill Kudryavtsev

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur hjá Kviku, sendi frá sér svokallað Smælki í vikunni þar sem hann fjallar um áhrif aukinna tolla á útflutning til Bandaríkjanna. Þar kemur fram að óvissa um tollastefnu forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, hafi verið mörkuðum erfið frá því í byrjun febrúar.

Hafsteinn telur bjartsýni að ganga út frá því að eingöngu sé um samningatækni að ræða hjá forsetanum. Þvert á móti sé fjárfestum ekki stætt á öðru en að taka hótanir um varanlega breytingu á fyrirkomulagi alþjóðaverslunar alvarlega.

Í greiningunni er því slegið föstu að Ísland muni upplifa neikvæð áhrif á innlend efnahagsumsvif verði tollar lagðir á landið eða önnur Evrópuríki. Áhrifin á verðbólgu séu hins vegar óljósari og ráðist frekar af því hvort eftirspurnar- eða framboðsáhrif tollanna verði sterkari.

Í lok greiningarinnar nefnir Hafsteinn að tollastríð muni vegna minni eftirspurnar og hliðrunar viðskipta líklega draga úr verðbólgu, minnka efnahagsumsvif og þar með styðja við vaxtalækkanir á Íslandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK