Lagaviti hefur undirritað samstarfssamning við lögmannsstofuna Logos um áframhaldandi þróun gervigreindarhugbúnaðarlausnar Lagavita.
Samkvæmt tilkynningu vinnur Lagaviti að þróun gervigreindarhugbúnaðarlausnar, sem hönnuð er af lögfræðingum fyrir lögfræðinga. Markmiðið er að búa til lausn sem skilar lögfræðilega tækri röksemdafærslu í formi vinnuskjals sem notandinn óskar eftir.
Haft er eftir Jóhannesi Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Lagavita:
„Við munum leggja okkur alla fram um að standa undir því trausti sem Logos hefur sýnt okkur með áherslu á gæði röksemda og úrlausna, öryggi gagna og góða notendaupplifun – allt með það að markmiði að lögmenn stofunnar geti einbeitt sér að hinni raunverulegu lögfræðilegu vinnu og látið Lagavita um annað sem henni fylgir.”