Agnar Tómas Möller, sagnfræðinemi og fjárfestir var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is. Þar var rætt um málefni ÍL-sjóðs, skuldabréfamarkaði og erlendar og innlendar efnahagshorfur.
Agnar segir í viðtalinu að fljótt á litið muni tillagan um lausn í ÍL-sjóðs málinu ekki breyta miklu með útgáfuáætlun ríkissjóðs.
„Það er hagstætt fyrir ríkissjóð að gefa út á þessum kjörum en að sama skapi hefur ríkissjóður mikið að vinna því ef ríkissjóður nær að vinna með Seðlabankanum mun verðbólguálgaið lækka þannig hér hefur ríkisisjóður gulrót til að vinna með verðbólgumarkmiðinu því ef það tekst verður þetta hagstæð fjármögnun," segir Agnar.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni hér: