Milljarður óskast en 350 milljónir í boði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun úthluta 350 milljónum króna.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun úthluta 350 milljónum króna. mbl.is/Arnþór

Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) 85 umsóknir um hlutdeildarlán í mars fyrir um 1.167 milljónir króna. Einungis 350 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá HMS sem vinnur að yfirferð umsókna og stefnir á að klára afgreiðslu umsókna fyrir lok mars.

Bendir HMS á að í ljósi umfangs umsókna er útlit fyrir að draga þurfi úr samþykktum umsóknum í samræmi við forgangsreglur þar sem líkur eru á að samþykktar umsóknir verði umfram fjárhæð sem er til úthlutunar.

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa þau til boða fyrir fyrstu kaupendur og aðila sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. 

Opnað verður aftur fyrir nýtt umsóknartímabil hlutdeildarlána þriðjudaginn 3. apríl. Til úthlutunar fyrir tímabilið þá verða 350 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK