Agnar Tómas Möller, sagnfræðinemi og fjárfestir, var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is Þar var rætt um málefni ÍL-sjóðs, skuldabréfamarkaði og erlendar og innlendar efnahagshorfur.
Agnar segir að á seinasta ári höfum við séð langstærsta árið í kaupum erlendra aðila í ríkisskuldabréfum.
„Mig minnir að hafi verið 50-60 milljarðar, við sáum líka að í fyrsta skiptið í langan tíma, höfðu erlendu aðilar síðustu ár nær eingöngu keypt löng ríkisskuldabréf. Við sáum mikla aukningu í kaupum á stuttum ríkisbréfum og ástæðan fyrir því er að þá ertu meira að veðja á krónuna og svona skammtimavaxtamun sem hefur verið meiri til lengri tíma en ég hef verið að benda á það að það gæti ákveðins miskilnings með langtíma vaxtamuninn og ef þú ert að bera okkur saman við Bandaríkin erum við með sömu raunvexti," segir Agnar.
Hann bendir á að munurinn þar ofan á eða það sem býr til vaxtamuninn er munurinn á verðbólguvæntingum.
„Þannig að með því að kaupa löng óverðtryggð ríkisskuldabréf ertu að kaupa hærri verðbólguvæntingar en í Bandaríkjunum til dæmis en það sem ég held að skipti meira máli er bara að Ísland er með gott lánshæfi. Við skuldum lítið eða 40% af landsframleiðslu ef við tökum nettó eignir eru þær komnar niður í 30%. Ísland lítur vel út sem útgefendur skuldabréfa í hinu alþjóðlega samhengi," segir Agnar.