Ísframleiðandinn Ben & Jerry’s hefur höfðað mál gegn móðurfélagi sínu, Unilever, og sakað það um að brjóta gegn samningum um samruna fyrirtækjanna með því að reka forstjórann David Stever án samþykkis stjórnarinnar.
Kemur þetta fram í frétt CNN.
Deilan milli fyrirtækjanna hefur staðið yfir síðan 2021, en ísframleiðandinn heldur því fram að Unilever hafi ítrekað reynt að þagga niður í félagslegri þátttöku sinni á ýmsum málefnum. Þetta felur í sér að hindra færslur á samfélagsmiðlum um málefni eins og fóstureyðingar, loftslagsbreytingar, almenna heilbrigðisþjónustu og stuðning við palestínska flóttamenn.