„Markaðnum er nákvæmlega sama"

Agn­ar Tóm­as Möller, sagn­fræðinemi og fjár­fest­ir, var gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála sem sýnd­ur er á mbl.is Þar var rætt um mál­efni ÍL-sjóðs, skulda­bréfa­markaði og er­lend­ar og inn­lend­ar efna­hags­horf­ur.

Agnar segir að útgáfa á grænum skuldabréfum á erlendum mörkðum stækki fjárfestamengið.

„Ég man mjög vel eftir því og ég var sjóðstjóri sjálfur þegar fyrstu grænu skuldabréfin komu og ég tók sjálfur þátt í frumútbóðum í þessum grænu bréfum og var með miklar væntingar. Þarna var maður að kaupa þau á svipuðu álagi þegar þau byrjuðu og getum kallað skítugu skuldabréfin og þarna var talað um að það væri virði í því að sjá kröfuna lækka hlutfallslega en svo eftir því sem tíminn hefur liðið þá hefur manni fundist markaðnum nákvæmlega sama um þessi bréf," segir Agnar.

Hann bendir á að upp hafi komist um grænþvott víða.

„Og ýmislegt sem kalla má svindl en það er mikið talað um grænar fjárfestingar en á skuldabréfamarkaði hefur þetta fjarað pínu út," segir Agnar.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK