Uppgjör skýrist á fundi 10. apríl

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Ljósmynd/Aðsend

Í síðustu viku var kynnt að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra ásamt ráðgjafa 18 lífeyrissjóða hefði mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa svokallaðra, sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs). Kröfur samkvæmt HFF-bréfum eru í uppgjörinu metnar á 651,4 milljarða króna en mikið hefur verið fjallað um málefni sjóðsins að undanförnu. Ríkissjóður er ábyrgðaraðili sjóðsins og helstu kröfuhafar lífeyrissjóðir landsins.

Morgunblaðið leitaði til Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, um viðræðurnar en Birta er einn þeirra lífeyrissjóða sem um ræðir:

„Staðreyndin er sú að þeir ráðgjafar sem leiddu viðræðurnar fyrir hönd 18 sjóða gátu ekki og máttu ekki nema að mjög takmörkuðu leyti ráðfæra sig við lífeyrissjóðina um málið. Það leiðir af eðli málsins, sem er að þrátt fyrir lítil viðskipti með HFF-bréfin gilda engu að síður ákveðnar reglur um þátttöku kröfuhafa í viðræðum við útgefendur skráðra skuldabréfa.“

Ólafur bætir við:

„Ef okkur hefði lánast að móta reglur um umboðsmenn skuldabréfaeigenda (e. bondholder agent) hefði ferlið frá upphafi verið eftir ákveðinni forskrift. Að mínu mati var sú nálgun þeirra sjóða sem ákváðu að ráða sér ráðgjafa til að leiða viðræðurnar rétt og í samræmi við alþjóðleg viðmið um viðræður útgefenda og eigenda skráðra skuldabréfa. Það er ekkert nýtt að þeir sem taka lán á föstum vöxtum vilji helst greiða þau upp þegar vextir eru lágir og lægri en ákvæðisvextir útistandandi bréfa. Það er alla jafna kallað lánastýring. Það er að sama skapi eðlilegt að þeir sem kaupa lánin vilji fá bætur fyrir uppgreiðslu á föstum vöxtum enda þurfi þeir að endurfjárfesta uppgreiðslunni.“

Fundur er boðaður 10. apríl þar sem endanlegar tillögur um breytingar á greiðsluskilmálum HFF-bréfa verða lagðar fyrir fund skuldabréfaeigenda til samþykkis. Verði tillagan samþykkt er gert ráð fyrir að fjármála- og efnahagsráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp til fjáraukalaga vegna uppgjörs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK