Gert ráð fyrir 6,4% hækkun á álverði

Álstangir í verksmiðju í Kína.
Álstangir í verksmiðju í Kína. AFP

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað að undanförnu. Markaðsaðilar tengja breytinguna við hækkun á heimsmarkaðsverði súráls auk óstöðugleika í álframleiðslu í Kína, að hluta vegna raforkuverðs sem hefur hækkað. Kína er með stærstu hlutdeild í álframleiðslu á heimsvísu.

Er þetta meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá sem Hagstofan gaf út í dag.

Hagstofan tilgreinir sérstaklega að um miðjan mars hafi verið lagðir 25% tollar á innflutning áls til Bandaríkjanna.

Evrópusambandið undirbýr aðgerðir en eins og haft er eftir Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er vonast til að samningar náist milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Miðað við framvirka samninga er gert ráð fyrir hækkun álverðs í ár um 6,4% og 0,5% árið 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK