Hallarekstur ríkissjóðs verður stöðvaður samkvæmt fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi.
Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag.
Fjármálastefna er lögð fram í upphafi kjörtímabils samkvæmt lögum um opinber fjármál. Í henni marka stjórnvöld ramma um útgjaldavöxt, afkomu og skuldaþróun ríkis og sveitarfélaga.
Í tilkynningunni er þess sérstaklega getið að hallarekstur hins opinbera verði stöðvaður á árinu 2028 og í kjölfarið verði afgangur á rekstri. Hallarekstur svokallaðs A1-hluta ríkissjóðs verði hins vegar stöðvaður ári fyrr eða árið 2027.
Tilkynnt er jafnframt um að vöxtur opinberra útgjalda á næstu árum verði minni en vöxtur landsframleiðslunnar og hlutfall útgjalda af landsframleiðslu muni lækka.