Rekstrarhagnaður Alvotech 9,3 milljarðar

Róbert Wessman forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildartekjur Alvotech á síðasta ári voru 492 milljónir dala, eða ríflega 65,5 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé 427% aukning frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Rekstrarhagnaðurinn var 70 milljónir dala, eða 9,3 milljarðar króna, en rekstrartap á fyrra ári nam 355 milljónum dala.

Viðsnúninginn má einkum rekja til aukinnar vörusölu og hærri greiðslna vegna áfanga sem náðust í lyfjaþróun og sölu. Þá lækkaði kostnaður í takt við aukna framleiðslu, skilvirkni og bætt skipulag.

Aðlöguð EBITDA framlegð var 108 milljónir dala, en var neikvæð um 291 millljón dala á fyrra ári.

Afrakstur fjárfestinga yfir 12 ára tímabil

Í tilkynningunni segir einnig að félagið hafi sótt um markaðsleyfi fyrir þrjár nýjar hliðstæður á helstu markaðssvæðum á árinu og að þær hafi allar verið teknar til umsagnar af viðkomandi lyfjayfirvöldum.

„Árangurinn sem Alvotech náði á síðasta ári er afrakstur fjárfestingar yfir tólf ára tímabil í fullkominni aðstöðu til þróunar og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða, sem er í dag sú besta sem völ er á í heiminum,“ er haft eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, í tilkynningunni..

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK