Alvotech skuldar yfir 141 milljarð króna

Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Eggert Jóhannesson

Alvotech skilaði uppgjöri í gær fyrir 2024 þar sem fram kemur að félagið hafi tapað tæpum 31 milljarði króna (231,9 m USD) á síðasta ári. Það þrátt fyrir töluverðan viðsnúning í sölutekjum.

Heildartekjur félagsins námu tæpum 65 milljörðum króna (489,7 m USD), sem er veruleg aukning frá rétt um 12 milljörðum (91,4 m USD) árið 2023.

Félagið skuldar nú yfir 141 milljarð króna (1.068,6 m USD) eftir miklar fjárfestingar í þróun, fasteignum, tækjum og búnaði.

Fram kemur í reikningum Alvotech að skuldir félagsins beri meðalvexti upp á 12,4%.

Félagið á rétt um 7 milljarða í handbæru fé (51,4 m USD). Vert er að nefna að endurgreiðsla lána Alvotech er lág næstu fjögur árin eftir nýlega endurfjármögnun félagsins.

Gengi bréfa félagsins lækkaði um 6,45% í dag á markaði í um 556 milljón króna viðskiptum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK