Guðmundur Fertram fjárfestir í Defend Iceland

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Fjárfestingafélagið FnFI ehf. í eigu Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda Kerecis og fjölskyldu hans, hefur fjárfest í netöryggisfyrirtækinu Defend Iceland, en tilgangur fjárfestingarinnar er að styðja við stefnu og markmið félagsins um öruggara samfélag með þróun á villuveiðigátt og öðrum lausnum, þar sem Ísland er fyrsti markaðurinn til að sannreyna vöruna.

Ríkulegur stuðningur og áhugi frá Evrópu

Defend Iceland hefur fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði og einnig notið stuðnings frá Evrópusambandinu sem veitti verkefninu 380 milljónir króna í styrk í gegnum Digital Europe áætlunina.

Í sinni umsögn um verkefnið tók Evrópusambandið fram að Ísland sé einstakur markaður til að útfæra verkefni af þessari stærðargráðu og lýstu yfir þeirri trú að verkefnið gæti verið heimfært um alla Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK