Martin tekur sæti Tómasar í stjórn Carbfix

Stjórn Carbfix ásamt framkvæmdastýru. Martin Neubert, Snorri Þorkelsson, Edda Sif …
Stjórn Carbfix ásamt framkvæmdastýru. Martin Neubert, Snorri Þorkelsson, Edda Sif Pind Aradóttir, Nana Bule, Dr. Brynhildur Davíðsdóttir. Á myndina vantar Elínu Smáradóttur. Ljósmynd/Aðsend

Nýlega urðu breytingar í stjórn Carbfix með tilkomu Martin Neubert sem kemur í stað Tómasar Más Sigurðssonar forstjóra HS Orku sem víkur úr stjórn.

Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur þróað og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi.

Segir í tilkynningu Carbfix að Martin Neubert sé meðeigandi og yfir fjárfestingum hjá Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) í Kaupmannahöfn og beri þar ábyrgð á fjárfestingastefnu samstæðunnar. Þá muni yfirgripsmikil reynsla hans styðja við frekari uppbyggingu og þróun Carbfix í samræmi við stefnu félagsins.

Martin hefur yfir 20 ára reynslu í orkuiðnaðinum og sérhæft sig í einkafjárfestingum og samrunum fyrirtækja. Áður en Martin hóf störf hjá CIP árið 2023 gegndi hann ýmsum stjórnendastöðum hjá Ørsted, meðal annars sem aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri viðskiptasviðs.

Mikilvæg reynsla

„Við erum ákaflega stolt af því að fá Martin til liðs við stjórn Carbfix. Reynsla hans úr orkugeiranum og sterkur bakgrunnur í viðskiptaþróunar- og fjármálageirunum mun reynast okkur mikilvæg við áframhaldandi markaðssókn Carbfix á heimsvísu í kolefnisföngun og kolefnisbindingu,” segir Nana Bule stjórnarformaður Carbfix í tilkynningunni.

Martin Neubert segist ánægður með að taka sæti í stjórn félagsins og hlakki til að vera partur af áframhaldandi þróun Carbfix. „Kolefnisföngun og binding er í lykilstöðu til að hafa veigamikil áhrif í vegferðinni að orkuskiptum á heimsvísu og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til þess að stækka, þróa og gera Carbfix leiðandi í föngun og bindingu kolefnis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK