Ársverðbólgan mælist nú 3,8% og hefur hún ekki verið lægri síðan árið 2020. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.
Ársverðbólgan hjaðnaði meira en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.
Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,5%.
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 2,5%.