Rafmyntageirinn, efnahagsstefna Donalds Trumps og skuldasöfnun ríkja er til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins er Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets.
Spurður hvers vegna hann telji að það hafi viðhorfsbreyting átt sér stað í kringum rafmyntageirann segir Daði að fjárfestar skilji eignaflokkinn mun betur nú.
„Þetta er flókin tækni og flókinn eignaflokkur sem kom fyrst fram fyrir 16 árum. Það hefur verið gaman að fylgjast með aðilum eins og Larry Fink forstjóra BlackRock sem talaði geirann mikið niður á sínum tíma en hefur skipt um skoðun nú. Nú er Balckrock að skrifa skýrslur sem segir að Bitcoin sé góður hluti af eignasafni," segir Daði.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: