Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið stofnað

Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið (CAIS) var stofnað undir hatti Millilandaráðanna. Stjórn ráðsins …
Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið (CAIS) var stofnað undir hatti Millilandaráðanna. Stjórn ráðsins ásamt sendiherrum og formanni stjórnar Millilandaráðanna (frá vinstri til hægri): Hilmar Guðmundsson, Slippurinn, Ársæll Harðarson, formaður stjórnar Millilandaráðanna, Jóhannes Gíslason, Geosalmo, Anne-Marie Tremblay-Quennville, Icelandair, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, Íslandsstofa, Guðmundur Óskarsson, Kerecis og formaður CAIS, Sæmundur K. Finnbogason, Ráðgjafi, Jenny Hill, Sendiherra Kanada á Íslandi, Rúnar Jónsson, Arion Banki, Kristjana M. Kristánsdóttir, Carbon Recycling International og Hlynur Guðjónsson, Sendiherra Íslands í Kanada. Ljósmynd/Aðsend

Þann 20.mars síðastliðinn var Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið stofnað. Ráðið hefur það að markmiði að efla og viðhalda viðskiptatengslum á milli Íslands og Kanada auk þess að stuðla að nánari samvinnu á sviðum menntunar, menningar og viðskipta á milli landanna.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá ráðinu.

Á stofnfundinn mættu tæplega 50 manns til að taka þátt í stofnun ráðsins. Ársæll Harðarsson, formaður stjórnar Millilandaráðanna, sagði við tækifærið; „að ljóst væri að umtalsverður áhugi sé á að dýpka tengslin milli Íslands og Kanada“.

Á fundinum fór fram kosning stjórnar, sem mun leiða starf ráðsins á komandi árum og var Guðmundur Óskarsson hjá Kerecis kjörinn formaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK