Framleiðslan þáttaskil

Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq Minerals.
Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq Minerals. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs félagsins að fyrsta framleiðsla gulls marki mikilvæg þáttaskil.

„Síðan þá hefur áhersla okkar verið á að auka við stöðugleika í framleiðslu og námurekstri. Veðurtengdar áskoranir, þar á meðal nokkrir stormar í Nalunaq í desember, gerðu það að verkum að tafir urðu á framkvæmdum við vinnslustöðina. Við höfum áður greint frá því að við gefum okkur allt árið 2025 til að koma framleiðslunni upp í fulla getu upp á 300 tonn á dag,“ er haft eftir Eldi í uppgjörstilkynningunni.

„Við höfum teiknað upp umfangsmiklar rannsóknir á öðrum leyfum okkar fyrir árið 2025. Sér í lagi í Nanoq, þar sem við erum með áætlun um víðtækar rannsóknarboranir. Möguleikar Grænlands þegar kemur að auðlindum, sem og nálægð við helstu hrávörumarkaði, gera þetta að afar spennandi tíma til að vera stærsti leyfishafi í Suður-Grænlandi,“ kemur enn fremur fram.

Fram kemur í uppgjörinu að eftir lok fjórðungsins hafi Amaroq fengið niðurstöður úr uppfærðu auðlindamati í Nalunaq, sem sýndi fram á 51% aukningu á gullmagni í rúmlega 484 þúsund únsur, sem styður við mikla vaxtarmöguleika námunnar. Sér í lagi eykur þetta væntan líftíma námunnar úr sex árum í tíu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK