Rafmyntageirinn, efnahagsstefna Donalds Trumps og skuldasöfnun ríkja er til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins er Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets.
Spurður hvernig hafi gengið á rafmyntamörkðum það sem af er ári segir Daði að árið hafi verið sveiflukennt.
„Fyrsta vikan í janúar var sterk en svo kom mikil lækkun í annari viku.önnur mikil lækkun. Frá því að Trump tók við hafa markaðir verið þungir því það er komin mikil óvissa komin með hvernig Trump er að gera hlutina. Hann er að setja tolla og fara í niðurskurð. Það hefur áhrif á markaði. Ég held að við munum ekki búa við þessa óvissu mikið lengur og þetta muni leysast innan fárra vikna. Það er nokkuð skýrt," segir Daði.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: