Flotinn stækkar í 70-100 vélar árið 2037

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Eyþór

Icelandair kynnti nýlega framtíðarsýn þar sem gert er ráð fyrir að flotinn verði kominn í 70-100 vélar árið 2037. Sá vöxtur sé þó hóflegur og viðráðanlegur í samanburði við síðasta áratug.

„Á næstu misserum horfum við fyrst og fremst til þess að vaxa utan háannar, að dreifa flugi meira yfir haust og vor, en ekki bæta við í júlí og ágúst þegar álag er mest,“ segir hann. „Þannig getum við nýtt innviði okkar og flugvallarins betur.“

Bogi bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta útflutningsgrein Íslands og Icelandair geti gegnt lykilhlutverki í því að dreifa ferðamönnum um landið. Með samspili millilandaflugs og innanlandsflugs sé hægt að byggja upp sterkt net og skapa flæði ferðamanna til ólíkra svæða.

Greinina í heild sinni má lesa í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka