Rarik, opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, birti ársreikning í vikunni.
Þar kemur fram að orkuskiptin og undirbúningur fyrir framtíðina séu framþung verkefni og muni Rarik standa frammi fyrir stórum fjárfestingum sem þurfi að fjármagna bæði úr eigin rekstri og með aukinni skuldsetningu.
Gert er ráð fyrir tekjuaukningu hjá samstæðunni vegna magnaukningar í raforkudreifingu en einnig vegna hækkunar verðskrár. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði um 8,4 milljarðar króna.