Alþjóðlegur risi hannar rafeldsneytisframleiðslu Carbon Iceland

Zinovia Skoufa, Hallgrímur Óskarsson, Alberto Giovanzana og Helen Atkinson í …
Zinovia Skoufa, Hallgrímur Óskarsson, Alberto Giovanzana og Helen Atkinson í höfuðstöðum Johnson Matthey í Lundúnum. Ljósmynd/Aðsend

Johnson Matthey, alþjóðlegur risi á svið verkfræði og sjálfbærrar efnaframleiðslu, hannar vistvænna rafeldsneytisframleiðslu Carbon Iceland á Grundartanga.

Samkvæmt tilkynningu mun Johnson Matthey taka að sér hönnun þess hluta framleiðslu Carbon Iceland sem snýr að hvörfun vetnis og fangaðs koltvísýrings og þess búnaðar sem þarf til framleiðslu á vistvænu eldsneyti sem nota má á íslensk skip og í flugi.

 Í tilkynningu er haft eftir Hallgrími Óskarssyni, framkvæmdastjóra Carbon Iceland:

 „Nú er rétti tíminn fyrir íslenska aðila, opinbera og úr einkageiranum, að tryggja að vistvænt eldsneyti verði tekið frá notkunar hér á landi svo Ísland njóti ábatans með tilliti til samdráttar losunar frá samgöngum. Stórir alþjóðlegir aðilar í flugi og siglingum sækja stíft að gera framtíðarsölusamninga um íslenskt rafmetanól, en vonir standa til að nýta megi stóran hluta framleiðslunnar í þágu orkuskipta innanlands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK