Formúlan gangi ekki upp

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Stefnt …
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Stefnt er að hallalausum ríkissjóði. mbl.is/Eyþór

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í gærmorgun. Í henni kemur fram að árið 2027 verði ríkissjóður hallalaus og hið opinbera frá og með árinu 2028.

Hvort tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir, að því er segir í tilkynningu.

Þar segir að á tímabili fjármálaáætlunar sé gert ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti ríkissjóðs, að jafnaði 1,6% að raunvirði á ári.

Valdimar Ármann, fjárfestingastjóri Arctica sjóða, segir í samtali við Morgunblaðið að stóra myndin sé í rauninni svipuð og var kynnt í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar í fyrra.

„Það er jákvætt að sjá heildarafkomuna detta í plús á tímabilinu en að sama skapi eru fjárfestingar og vaxtagjöld stór biti af heildarútgjöldum. Lánsfjárjöfnuðurinn er þungur baggi á ríkissjóði og mikil endurfjármögnun fram undan,“ segir Valdimar og bætir við að gera þurfi betur.

„Það eru sömu áhyggjuefni uppi og hjá fyrri ríkisstjórn. Ríkissjóður þarf að gera miklu betur í afkomubata sökum hárra vaxta,“ segir Valdimar.

Hann segir að í raun sé erfitt að sjá formúlu ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri ganga upp samhliða boðuðum útgjaldaaukum.

„Það er hins vegar jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa boðað takmarkaða notkun á fjáraukalögum. Það gefur til kynna að hann vilji að staðið verði við þessa áætlun. Slík vinnubrögð munu auka trúverðugleikann og verður vert að fylgjast vel með því,“ segir Valdimar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK