Nákvæmlega sama um hækkanir

Mercedes-Benz G-bifreiðar tilbúnar til útflutnings.
Mercedes-Benz G-bifreiðar tilbúnar til útflutnings. AFP/Focke Strangmann

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hyggst leggja 25% toll á innfluttar bifreiðar og íhluti. Að hans mati er það gert til að hvetja framleiðendur til að flytja framleiðslu sína til Bandaríkjanna og þar með styrkja efnahag landsins.

Samkvæmt frétt NBC lýsti forsetinn því yfir í samtali við fréttamann stöðvarinnar að honum væri nákvæmlega sama þótt framleiðendur hækki verð vegna þessara tolla, þar sem hann telur að það muni einfaldlega leiða til þess að neytendur kaupi þá frekar bifreiðar framleiddar í Bandaríkjunum.

Þessi ákvörðun hefur vakið áhyggjur meðal sérfræðinga, sem spá því að tollarnir muni hækka kostnað við framleiðslu allra bifreiða sem seldar eru í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna ver þessar aðgerðir og fullyrðir að þær muni gagnast bandarískum neytendum og efnahagnum til lengri tíma.

Framleiðendur hafa bent á að það sé ekki í einni sjónhendingu gert að flytja framleiðslu til Bandaríkjanna og ófyrirsjáanleiki í aðgerðum forsetans hjálpi ekki til.

Greinin birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK