Alls voru nýskráðir 1.021 nýir fólksbílar í mars. Það er nálægt því tvöföldun á nýskráningum samanborið við mars á síðasta ári. Það sem af er ári voru 2.272 fólksbílar nýskráðir sem er 63,9% aukning frá sama tímabili í fyrra.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Kia var mest skráða tegundin á fyrstu þremur mánuðum ársins, Tesla í öðru sæti en þar á eftir kom Toyota.
Rafmagn var vinsælasti orkugjafinn og hafa verið nýskráðir 956 nýir rafmagnsbílar það sem af er ári sem er 42,1% hlutdeild af nýskráðum fólksbílum. Næst á eftir komu tengiltvinnbílar, en nýskráðir voru 480 slíkir fólksbílar það sem af er ári sem nemur 21,1% af nýskráðum fólksbílum.