Bjartsýnn á langtímahorfur markaðarins

Staða og horfur á mörkuðum voru til umræðu í viðskiptahluta Dagmála í vikunni. Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi Akkurs – greiningar og ráðgjafar, var gestur þáttarins.

Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum að undanförnu og segir Alexander þær eiga sér tvær orsakir. Í fyrsta lagi sé óvissan í alþjóðamálum mikil og í öðru lagi hafi uppgjör Alvotech í síðustu viku, sem var ekki í takt við væntingar markaðarins, haft þar áhrif.

Spurður hvernig hann meti horfurnar fyrir innlenda hlutabréfamarkaðinn kveðst Alexander bjartsýnn.

„Ég er bara bjartsýnn og búinn að vera það lengi. Eins og ég horfi á markaðinn þá verður maður að gera mun á því hvort þú ert það sem kallast „trader“ eða fjárfestir. Hvort þú horfir til skamms eða langs tíma. Ef maður horfir bara á undirliggjandi rekstur, þá er undirliggjandi rekstur í mörgum félögum bara mjög góður og ég hef ekki áhyggjur af neinu. Hvort sem það eru bankarnir eða rekstrarfélögin,“ segir Alexander.

Hann bætir við að vaxtarfélögin lúti öðrum lögmálum.

„Þar snýst þetta meira um framtíðarvæntingar um tekjur og hagnað og svo framvegis. Ég er ekki að segja að hlutabréfamarkaður og ákveðin bréf séu að fara að hækka á næstu sex eða tólf mánuðum. En til lengri tíma, til þriggja eða fimm ára, þá er ég bjartsýnn og finnst bara nóg af kauptækifærum í dag,“ segir Alexander og segir að flestir geirar séu álitlegir fjárfestingarkostir.

„Mögulega er kannski verðlagning hærri í ákveðnum geirum en öðrum en ég hef ekki áhyggjur af neinum félögum. Það er kannski helst spurning með vaxtarfélögin,“ segir Alexander.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Alexander Jensen Hjálmarsson stofnandi Akkurs – greiningar og ráðgjafar.
Alexander Jensen Hjálmarsson stofnandi Akkurs – greiningar og ráðgjafar. mbl.is/Hallur Már
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK