Miklar lækkanir voru á hlutabréfamarkaði á Íslandi í dag.
Kemur þetta í kjölfar tilkynninga frá Bandaríkjunum í gær um að leggja tolla á lönd heimsins, en markaðir í Bandaríkjunum hafa einnig lækkað mikið í dag.
Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp 4% en hefur lækkað um rúm 12% frá ársbyrjun.
Mestu lækkanir voru á bréfum JBT Marel (-7,83%) og Oculis (-6,56%) sem eru með talsverðan rekstur í Bandaríkjunum. Einnig lækkaði námuvinnslufyrirtækið á Grænlandi Amaroq (-6,1%).
Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 2,83% og Play um 4,82%.