Skynsemin sigri að lokum

Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins segir að með réttu rekstrar- og …
Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins segir að með réttu rekstrar- og skattaumhverfi geti greinin skilað meiri verðmætum.

Stefán Friðriks­son for­stjóri Ísfé­lags­ins er gagn­rýn­inn á þá umræðu sem hef­ur farið fram um sjáv­ar­út­veg­inn á stjórn­mála­vett­vangi og í fjöl­miðlum. Hann seg­ir að skorti á mál­efna­legri umræðu og að sum­ir, m.a.s. ráðherr­ar, full­yrði hluti sem stand­ist ekki skoðun.

„Við þurf­um skýra stefnu og gagn­sæi. Ekki bara há­vær­ar kröf­ur um meiri skatta án þess að meta af­leiðing­arn­ar. Ég er samt bjart­sýnn, ég held að skyn­sem­in muni sigra að lok­um,“ seg­ir hann.

Stefán seg­ir að rekstr­ar­um­hverfið á þessu ári verði áfram krefj­andi. Lít­il sem eng­in loðnu­veiði var í ár og kol­efn­is­gjaldið hækk­ar eins og áður sagði. Von­ir eru bundn­ar við mak­ríl­vertíðina í sum­ar og síld­ar­veiðar í haust.

„Við höf­um trú á því sem við ger­um og vilj­um halda áfram að byggja upp en til þess þurf­um við að vera sam­keppn­is­hæf,“ seg­ir hann.

„Við erum hluti af burðarstoðum sam­fé­lags­ins, og með réttu rekstr­ar- og skattaum­hverfi get­um við skilað enn meiri verðmæt­um. En til þess þurfa að vera rétt­ar for­send­ur og þær eru ekki að batna eins og út­litið er núna.“

Grein­in birt­ist í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka