Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins er gagnrýninn á þá umræðu sem hefur farið fram um sjávarútveginn á stjórnmálavettvangi og í fjölmiðlum. Hann segir að skorti á málefnalegri umræðu og að sumir, m.a.s. ráðherrar, fullyrði hluti sem standist ekki skoðun.
„Við þurfum skýra stefnu og gagnsæi. Ekki bara háværar kröfur um meiri skatta án þess að meta afleiðingarnar. Ég er samt bjartsýnn, ég held að skynsemin muni sigra að lokum,“ segir hann.
Stefán segir að rekstrarumhverfið á þessu ári verði áfram krefjandi. Lítil sem engin loðnuveiði var í ár og kolefnisgjaldið hækkar eins og áður sagði. Vonir eru bundnar við makrílvertíðina í sumar og síldarveiðar í haust.
„Við höfum trú á því sem við gerum og viljum halda áfram að byggja upp en til þess þurfum við að vera samkeppnishæf,“ segir hann.
„Við erum hluti af burðarstoðum samfélagsins, og með réttu rekstrar- og skattaumhverfi getum við skilað enn meiri verðmætum. En til þess þurfa að vera réttar forsendur og þær eru ekki að batna eins og útlitið er núna.“
Greinin birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum.