Verri spá fyrir ferðaþjónustuna

Fram kemur í hagspá Arion að ferðaþjónustan muni glíma við …
Fram kemur í hagspá Arion að ferðaþjónustan muni glíma við áskoranir á næstu misserum. Einkaneyslan verður drifkraftur hagvaxtar. mbl.is/Eyþór

Ari­on banki hef­ur gefið út nýja hagspá fyr­ir árin 2025-2027 und­ir yf­ir­skrift­inni: „Með vind­inn í fangið“. Þar kem­ur fram að hag­vöxt­ur í ár verði svipaður og áður var talið, þrátt fyr­ir versn­andi horf­ur í út­flutn­ingi. Drif­kraft­ur­inn ligg­ur nú í meiri einka­neyslu og inn­lend­um fjár­fest­ing­um. Þá kem­ur fram að ferðaþjón­ust­an muni glíma við áskor­an­ir á næstu miss­er­um.

„Þótt hag­vaxt­ar­spá­in okk­ar sé svipuð og áður hef­ur það breyst hvernig vöxt­ur­inn skipt­ist. Áður var spáð út­flutn­ings­drifn­um vexti, en nú eru það inn­lend um­svif sem ráða ferðinni,“ seg­ir Erna Björg Sverr­is­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur Ari­on banka, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sam­kvæmt spánni verður hag­vöxt­ur í kring­um 1,3% árið 2025, en gert er ráð fyr­ir að hann glæðist á næstu árum. Einka­neysla rek­ur áfram vöxt­inn, en einnig eru vís­bend­ing­ar um aukna fjár­fest­ingu í gagna­ver­um, fisk­eldi og ann­arri hug­vits­drif­inni starf­semi.

Fram kem­ur að aðhalds­stig pen­inga­stefn­unn­ar verði áfram mikið næstu miss­eri, eins og Seðlabank­inn hef­ur gefið út.

„Við ger­um ráð fyr­ir að aðhaldið hald­ist þétt áfram og raun­vext­ir lækki ekki fyrr en á seinni hluta árs­ins. Það eru ekki skil­yrði til að slaka á þéttu taum­haldi enn sem komið er,“ seg­ir Erna.

Hún bend­ir á að þrátt fyr­ir minnk­andi verðbólgu til skemmri tíma sé und­ir­liggj­andi þrýst­ing­ur enn til staðar. „Við erum svart­sýnni á verðbólgu en Seðlabank­inn sjálf­ur. Krón­an virðist ívið of sterk um þess­ar mund­ir, sem gæti leitt til bak­slags ef hún veikt­ist skyndi­lega. Þá eru launa­hækk­an­ir og launa­skrið meiri en við reiknuðum áður með, sem hef­ur áhrif á verðlagsþróun.“

Breytt viðskiptalík­an Play

Ein helsta breyt­ing­in frá fyrri spá voru versn­andi horf­ur í ferðaþjón­ustu. Í ný­legri til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu Play kom fram að fyr­ir­tækið myndi breyta rekstr­ar­líkani sínu og leigja frá sér flug­vél­ar. „Við sjá­um fram á að það dragi úr kom­um ferðamanna, það hef­ur bein áhrif á út­flutn­ings­tekj­ur,“ seg­ir Erna.

Þá eru einnig áhyggj­ur af alþjóðleg­um aðstæðum, þar sem minna flug­fram­boð frá er­lend­um flug­fé­lög­um og hæg­ari vöxt­ur á heimsvísu hafa áhrif á ís­lensk­an út­flutn­ing al­mennt. „Óviss­an hef­ur auk­ist og áhætt­an er meiri niður á við en áður. Þetta snýst ekki bara um tolla­mál, held­ur áhrif þeirra á heims­hag­vöxt, sem get­ur haft nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn eft­ir okk­ar vör­um og þjón­ustu.“

Á sama tíma og hefðbundn­um út­flutn­ings­grein­um á borð við ferðaþjón­ustu og sjáv­ar­út­veg eru skorður sett­ar eru vax­andi von­ir bundn­ar við nýj­ar at­vinnu­grein­ar. „Við sjá­um vöxt í hug­verka­drif­inni starf­semi, sem og í lyfja­fram­leiðslu og land­eldi þar sem áformin eru stór­huga. Þetta eru grein­ar sem gætu vegið þyngra í framtíðinni, sér­stak­lega ef áhrif alþjóðlegs sam­drátt­ar verða minni en við ótt­umst,“ seg­ir Erna.

Þrátt fyr­ir áskor­an­ir í út­flutn­ingi sýn­ir ný spá bank­ans að ís­lenskt hag­kerfi stend­ur sterkt. Einka­neysla er meg­in­drif­kraft­ur­inn, og fjár­fest­ing í ný­sköp­un og þekk­ing­ariðnaði gæti orðið lyk­ilþátt­ur í að jafna út áhrif­in af sam­drætti í hefðbundn­um grein­um.

„Við erum hóf­lega bjart­sýn. Það eru blik­ur á lofti, sér­stak­lega í alþjóðamál­um, en það hef­ur komið okk­ur á óvart hvað heim­il­in standa sterkt. Það skipt­ir miklu máli þegar aðstæður versna tíma­bundið,“ seg­ir Erna að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK