Alvotech undanþegið tollum Trumps

Róbert Wessman er forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir nýja 10% al­menna tolla á inn­flutt­ar vör­ur frá Íslandi til Banda­ríkj­anna og hærri tolla á ein­stök lönd, seg­ir Al­votech, stærsta lyfja­fyr­ir­tæki lands­ins, að það verði ekki fyr­ir áhrif­um.

„Við met­um það sem svo að þess­ar tolla­hækk­an­ir muni eng­in áhrif hafa á okk­ur. Við höf­um fengið staðfest­ingu frá banda­rísk­um stjórn­völd­um að lyf séu und­anþegin öll­um toll­um, þ.e. bæði nýja 10% al­menna toll­in­um á ís­lensk­ar vör­ur og gagn­kvæmu vernd­artoll­un­um sem til­kynnt var um í gær,“ seg­ir Bene­dikt Stef­áns­son, for­stöðumaður fjár­festa­tengsla og sam­skipta­sviðs Al­votech, spurður um áhrif tolla­hækk­ana Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á ís­lensk­an lyfjaiðnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK