Þrátt fyrir nýja 10% almenna tolla á innfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna og hærri tolla á einstök lönd, segir Alvotech, stærsta lyfjafyrirtæki landsins, að það verði ekki fyrir áhrifum.
„Við metum það sem svo að þessar tollahækkanir muni engin áhrif hafa á okkur. Við höfum fengið staðfestingu frá bandarískum stjórnvöldum að lyf séu undanþegin öllum tollum, þ.e. bæði nýja 10% almenna tollinum á íslenskar vörur og gagnkvæmu verndartollunum sem tilkynnt var um í gær,“ segir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfestatengsla og samskiptasviðs Alvotech, spurður um áhrif tollahækkana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á íslenskan lyfjaiðnað.