Ríkispósturinn enn niðurgreiddur

Starfsemi Íslandspósts hefur verið umdeild. Ekki síst vegna viðvarandi taprekstrar, …
Starfsemi Íslandspósts hefur verið umdeild. Ekki síst vegna viðvarandi taprekstrar, þvert á lög. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Það er komið í ljós hversu mis­ráðið það var að færa eft­ir­lit með póstþjón­ustu frá Póst- og fjar­skipta­stofn­un til Byggðastofn­un­ar, sam­hliða því sem Byggðastofn­un eigi að fram­kvæma byggðastefnu stjórn­valda. Jafn­framt ligg­ur fyr­ir að gríðarlegt tap hef­ur orðið af alþjón­ustu Ísland­s­pósts.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í er­indi Fé­lags at­vinnu­rek­enda (FA) til innviðaráðuneyt­is­ins og fleiri aðila í stjórn­kerf­inu, þar með talið Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Til upp­rifj­un­ar er kveðið á um það í lög­um um póstþjón­ustu (nr. 98/​2019) að all­ir not­end­ur póstþjón­ustu á Íslandi skuli eiga rétt á alþjón­ustu sem upp­fyll­ir gæðakröf­ur og er á viðráðan­legu verði.

„Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) hef­ur vax­andi áhyggj­ur af að það hafi reynzt rétt sem fé­lagið varaði við í um­sögn til Alþing­is, er lagt var fram frum­varp um flutn­ing eft­ir­lits með póst­markaði til Byggðastofn­un­ar á 151. lög­gjaf­arþingi, að það gæti reynzt stofn­un­inni erfitt að sinna sam­tím­is fram­kvæmd byggðastefnu stjórn­valda og hlut­lægu eft­ir­liti með sam­keppni á póst­markaði,“ seg­ir í er­ind­inu sem var ritað af Ólafi Stephen­sen fram­kvæmda­stjóra FA.

Skal stuðla að sam­keppni

Sam­kvæmt lög­um um póstþjón­ustu (nr. 98/​2019) skal Byggðastofn­un meðal ann­ars „stuðla að sam­keppni á sviði póstþjón­ustu og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti með því að vinna gegn rösk­un eða tak­mörk­un sam­keppni á póstþjón­ustu­markaði“.

Fé­lag at­vinnu­rek­enda tel­ur hins veg­ar að á grund­velli óljósra reglna stofn­un­ar­inn­ar hafi Ísland­s­pósti ohf. (ÍSP) verið veitt fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði frá ár­inu 2020 sem telj­ast í millj­örðum, þvert á ákvæði lag­anna.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK