Hlutabréfamarkaðir í Asíu í frjálsu falli

Hlutabrétamarkaðir í Asíu hafa hríðfallið.
Hlutabrétamarkaðir í Asíu hafa hríðfallið. AFP

Hluta­bréfa­markaðir hafa hríðfallið í Asíu í kjöl­far tolla­hækk­ana Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, á inn­flutn­ings­vör­ur til Banda­ríkj­anna sem tóku gildi fyr­ir helg­ina.

Við opn­um markaða í morg­un voru eld­rauðar töl­ur í Asíu­ríkj­un­um og til að mynda lækkuðu hluta­bréf í Singa­púr um meira en sjö pró­sent, í Hong Kong um tólf  pró­sent, í Suður-Kór­eu um fimm pró­sent, í Sj­ang­haí um fjög­ur pró­sent og í Jap­an lækkaði Nikk­ei-vísi­tal­an um 6,5 pró­sent.

Shigeru Is­hiba, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, seg­ir að inn­flutn­ing­stoll­arn­ir hafi skapað kreppu í land­inu en Trump til­kynnti í síðustu viku 24 pró­senta toll á jap­ansk­ar vör­ur ofan á 25 pró­sent toll sem þegar er á bílainn­flutn­ingi frá land­inu. 

Is­hiba seg­ir að rík­is­stjórn hans verði að grípa til allra til­tækra ráðstaf­ana til að milda efna­hags­áfallið af toll­un­um, þar á meðal að bjóða fyr­ir­tæk­um fjár­magn.

Eft­ir lok­un asískra markaða á föstu­dag­inn greindu stjórn­völd í Kína frá því að það ætli í hefnd­araðgerðir og frá og með 10. apríl verður lagður á 34 pró­sent toll­ur á all­ar banda­rísk­ar vör­ur.

Þá hef­ur hluta­bréfa­markaður­inn í Ástr­al­íu tekið mikla dýfu en þar féll hluta­bréfa­vísi­tal­an niður um sex pró­sent.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK