Við opnun blasa við eldrauðar tölur á mörkuðum á Íslandi og eru lækkanir á bréfum eins og Alvotech og Amaroq yfir 12%. Oculis (-11%) og JBT Marel (-7%) þegar þetta er ritað. Úrvalsvísitalan er yfir 5% niður.
Viðskipti í Kauphöllinni eru hins vegar ekki mikil en ljóst er að fjárfestar eru í áfalli eftir að Trump breytti heiminum efnahagslega með álagningu tolla.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað yfir 20% það sem af er ári.