Prada skrefi nær kaupum á Versace

Donatella Versace (h) á góðri stundu með Jennifer Lopez.
Donatella Versace (h) á góðri stundu með Jennifer Lopez. AFP/Miguel Medina

End­an­leg ákvörðun um kaup ít­alska tísku­húss­ins Prada á Versace verður tek­in síðar í þess­ari viku. Reu­ters greindi frá þessu á sunnu­dag og hef­ur eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni sem þekk­ir vel til máls­ins. Pass­ar þetta við frétta­flutn­ing ít­alska dag­blaðsins Corri­ere della Sera sem upp­lýsti á sunnu­dag að mögu­lega yrði til­kynnt um samruna fé­lag­anna á fimmtu­dag og að kaup­verð Versace verði einn millj­arður evra. Yrði það um þriðjungi lægri upp­hæð en bú­ist hafði verið við, en Versace hef­ur átt und­ir högg að sækja að und­an­förnu og verið rekið með tapi.

Orðróm­ur fór fyrst á kreik í mars um að fé­lög­in kynnu að sam­ein­ast, en um sama leyti var greint frá að Dona­tella Versace myndi láta af störf­um sem list­rænn stjórn­andi tísku­veld­is­ins sem bróðir henn­ar, Gi­anni Versace heit­inn, stofnaði árið 1978.

Versace var skot­inn til bana fyr­ir fram­an heim­ili sitt í Miami árið 1997 og tók Dona­tella við rekstr­in­um í kjöl­farið. Lúxusvöru­sam­steyp­an Capri Hold­ings eignaðist fé­lagið árið 2019 og greiddi þá rösk­lega 2,1 millj­arð dala fyr­ir. ai@mbl.is

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Morg­un­blaðinu 7. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK