Sjálfbærnin ekki kvöð heldur áskorun

Komal Singh segir áhugaverða hönnun skapa umtal og sérstöðu.
Komal Singh segir áhugaverða hönnun skapa umtal og sérstöðu. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Kom­al Singh sótti Ísland heim fyrr í mánuðinum í til­efni af Hönn­un­ar­Mars og síðastliðinn föstu­dag tók hún þátt í pall­borðsum­ræðum um fjár­magn og hönn­un í höfuðstöðvum Lands­bank­ans. Jafn­framt leiddi hún umræður í sýn­ing­ar­sal Po­lest­ar á laug­ar­dag þar sem kast­ljós­inu var beint að sjálf­bærn­i­stýrðri hönn­un.

Singh er hönn­un­ar­sér­fræðing­ur efna og lita hjá raf­bíla­fram­leiðand­an­um Po­lest­ar en hún er tex­tíl­hönnuður að mennt og lærði fag sitt á Indlandi þar sem hún ólst upp. Úr nám­inu lá leið Singh til Volvo þar sem hún hlaut að lok­um stöðu efn­is- og lita­hönnuðar, en í fram­hald­inu réð Singh sig til Po­lest­ar og hef­ur hún verið í lyk­il­hlut­verki í hönn­un­art­eymi fyr­ir­tæk­is­ins alla tíð síðan.

Singh seg­ir að strax í upp­hafi hafi sú lína verið mörkuð hjá Po­lest­ar að hafa þrennt að leiðarljósi: hönn­un, ný­sköp­un og sjálf­bærni. Hún tek­ur und­ir með blaðamanni að varla megi finna þann bíla­fram­leiðanda sem ekki seg­ist hafa ná­kvæm­lega sömu stefnu, og að eng­inn skort­ur sé á grænþvotti í geir­an­um, en Singh seg­ir að hjá Po­lest­ar hafi þess­ir þrír þætt­ir í raun og sann verið und­ir­staðan að starf­sem­inni: „Og þar sem við þurft­um að byrja frá grunni höf­um við getað látið þessi gildi flétt­ast vel sam­an með nánu sam­starfi þvert á deild­ir, sem að lok­um skilaði sér í virki­lega góðri vöru.“

Að sögn Singh var það á viss­an hátt auðveld­ara fyr­ir glæ­nýj­an bíla­fram­leiðanda að sinna þess­um þrem­ur aðaláhersl­um vel því skapa þurfti all­ar aðfanga­keðjur frá grunni sem veitti gott tæki­færi til að vanda til verka og há­marka gagn­sæi. „Það vill bregða við hjá bíla­fram­leiðend­um að gagn­sæi get­ur verið mjög ábóta­vant og skrif­ast að vissu leyti á það hvað aðfanga­keðjur í grein­inni geta verið flókn­ar. En gagn­sæi og sjálf­bærni hafa líka víða verið í auka­hlut­verki og meiri áhersla lögð á aðra hluti – og skýr­ing­in að vissu marki að lengi vel gáfu neyt­end­ur sjálf­bærni ekki mik­inn gaum. Það er ekki fyrr en á seinni tím­um að hinn al­menni neyt­andi hef­ur byrjað að láta sig varða hvort bíll­inn sem hon­um líst á hafi verið smíðaður með áhrif á um­hverfi og sam­fé­lag í huga.“

Singh tek­ur und­ir að þessi mikla áhersla á sjálf­bærni og gagn­sæi falli einkar vel að áhersl­um kaup­enda­hóps raf­bíla, enda hafa marg­ir tekið það skref að skipta yfir í grænna far­ar­tæki gagn­gert til að reyna að lág­marka nei­kvæð áhrif af eig­in neyslu og kaup­hegðun.

Verður skemmti­leg áskor­un

Í öll­um rekstri get­ur verið freist­andi að stytta sér leið, og er ekki erfitt að ímynda sér hvernig það gæti flækt störf hönnuða eins og Kom­al Singh að þurfa alltaf að hafa það á bak við eyrað hvernig há­marka megi sjálf­bærni hjá fyr­ir­tæk­inu. Hún seg­ist samt ekki líta á sjálf­bærni­kröf­una sem kvöð, held­ur þvert á móti sem skemmti­lega áskor­un. „Mér þætti starfið hrein­lega ekki nógu krefj­andi ef það eina sem ég þyrfti að gera væri að skila af mér fal­legri út­komu. Þetta er mun­ur­inn á stíl­færslu (e. styl­ing) og hönn­un (e. design), og veiga­mik­ill þátt­ur í hönn­un­ar­hlut­an­um að hugsa vel og vand­lega um efn­is­valið. Það að taka sjálf­bærniþátt­inn með í reikn­ing­inn hef­ur í reynd þau áhrif að ég þarf að leita að fleiri val­kost­um en þess­um hefðbundnu efn­um sem bíla­fram­leiðend­ur nota, og leiddi það okk­ur t.d. inn á þá braut að starfa með sviss­nesku sprota­fyr­ir­tæki sem hef­ur þróað frá­bæra nýja gerð af líf­ræn­um koltrefj­um sem gerðar eru úr hör­plöntutrefj­um. Í inn­rétt­ing­un­um höf­um við síðan sótt inn­blást­ur til íþróttafatnaðar, sem og til jakkafatafram­leiðenda. Ull hef­ur t.d. reynst vel sem áklæði á sæt­um og við not­umst þar við klæði af allra bestu gerð, þar sem ull­ar­hlut­fallið fer upp í 80% á meðan aðrir bíla­fram­leiðend­ur sem not­ast við ull hafa í mesta lagi farið upp í 30%. Með þetta efni í hönd­un­um þurft­um við, í hönn­un­ar­ferl­inu, að hafa svipaða hluti í huga og ef við vær­um að sauma virki­lega vel sniðin jakka­föt.“

Vönduð hönn­un vek­ur at­hygli og skap­ar teng­ingu

Allt virk­ar þetta til að veita Po­lest­ar sér­stöðu í hug­um neyt­enda, og Singh tek­ur und­ir það að metnaðarfull hönn­un geti líka skapað mikið um­tal og þannig virkað sem markaðstól. „Það vakti t.d. at­hygli að Po­lest­ar 4 skyldi ekki hafa aft­ur­rúðu, en í staðinn er bak­sýn­is­speg­ill­inn tengd­ur við mynda­vél sem sýn­ir einkar vel svæðið á bak við bíl­inn. Þetta þýddi líka að við gát­um fært C-súl­una aft­ar og skapað mun íburðarmeira rými fyr­ir farþega í aft­ur­sæt­un­um. Að sleppa aft­ur­rúðunni var ekki gert til þess eins að vera öðru­vísi og fólk átt­ar sig á því strax og sest er uppi í bif­reiðina.“

Að því sögðu þá bend­ir Singh á að ný­sköp­un­in, hönn­un­in og sjálf­bærn­in megi ekki ganga svo langt að stang­ist á við ósk­ir viðskipta­vin­ar­ins. Hún nefn­ir í því sam­bandi að þó að gervileður og ull séu notuð í inn­rétt­ing­ar Po­lest­ar – ver­andi um­hverf­i­s­væn efni – þá sé líka hægt að fá inn­rétt­ing­arn­ar gerðar úr hefðbundnu leðri. „Við get­um unnið inn­an þess ramma að naut­gripaleður verður alltaf hliðar­af­urð kjöt­fram­leiðslu og fór­um við þá leið að vinna með fyr­ir­tæki í Skotlandi sem legg­ur svo mik­inn metnað í sína fram­leiðslu að rekja má hvert skinn að til­teknu bónda­býli. Valið er því kaup­and­ans ef hon­um þykir leðrið ákjós­an­legri kost­ur.“

Þó að ekki sé lítið fyr­ir þessu öllu haft seg­ir Singh að út­kom­an sé sú að gæðin fari ekki á milli mála í upp­lif­un kaup­and­ans af öku­tæk­inu, og út­hugsuð hönn­un og efn­is­val veiti eig­and­an­um eins kon­ar trygg­ingu fyr­ir því að smíði bíl­anna sé vönduð og þeir bæði ör­ugg­ir og áreiðan­leg­ir. „Útkom­an er líka sú að bif­reiðarn­ar frá Po­lest­ar hafa greini­lega „sál“ og „per­sónu­leika“ og fyr­ir vikið finn­ur fólk fyr­ir sterk­ari teng­ingu við öku­tækið.“

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Morg­un­blaðinu mánu­dag­inn 7. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK