Skuldabréfafjárfestar bjartsýnir

Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion.
Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion. Ljósmynd/Aðsend

Gunn­ar Erl­ings­son, skulda­bréfamiðlari í markaðsviðskipt­um Ari­on banka, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að skulda­bréfa­fjár­fest­ar séu nú bjart­sýnni á verðbólgu til skamms tíma en í upp­hafi árs. Þannig vænta þeir nú aðeins 2,9% verðbólgu til eins árs, en um 3,5% í upp­hafi árs. Það megi lesa út frá verðbólgu­álagi á skulda­bréfa­markaði, sem er fundið út frá mis­mun óverðtryggðra og verðtryggðra rík­is­skulda­bréfa.

„Verðbólgu­álag til eins árs er nú aðeins 2,9%, en er um um 100 punkt­um hærra sé horft til verðbólgu­álags til fimm ára,“ seg­ir Gunn­ar og bend­ir á að það hljóti að telj­ast já­kvæð tíðindi fyr­ir Seðlabank­ann að sjá skamm­tíma­vænt­ing­ar fær­ast nær verðbólgu­mark­miði þótt lang­tíma­vænt­ing­ar mættu vissu­lega þokast neðar.

Hann nefn­ir einnig að það kunni að vera áhuga­vert að setja þess­ar vænt­ing­ar í sam­hengi við verðbólgu­vænt­ing­ar heim­il­anna í ný­legri könn­un Gallup fyr­ir Seðlabank­ann, en heim­il­in vænta 5% verðbólgu til eins árs. Það sé því óhætt að segja að skulda­bréfa­fjár­fest­ar séu tölu­vert bjart­sýnni en heim­il­in á verðbólguþróun til skamms tíma. Grein­ing Ari­on spá­ir 3,6% verðbólgu til eins árs sam­kvæmt hagspá sem kom út í síðustu viku.

„Það er einnig at­hygl­is­vert að setja vænt­ing­arn­ar í sam­hengi við lækk­an­ir á hluta­bréfa­markaði enda ætti sá markaður að njóta einna mest góðs af lækk­andi verðbólgu og þar með vöxt­um. Það er þó ákveðinn flæðis­vandi sem skýr­ir það að hluta, sem og óvissa tengd tolla­áhrif­um, sem gæti mögu­lega vakið áhuga þol­in­móðra lang­tíma­kaup­enda enda lækk­an­ir inn­an­lands ekki í takt við hluta­bréfa­markaði í Evr­ópu á ár­inu,“ seg­ir Gunn­ar.

Stysta verðtryggða rík­is­skulda­bréfið sem er á gjald­daga í fe­brú­ar á næsta ári, RIKS 26, sé verðlagt á tæp­lega 5% ávöxt­un­ar­kröfu. Gunn­ar seg­ir að líkja megi bréf­inu við verðtryggðan víx­il enda stutt eft­ir af bréf­inu.

„Telji fjár­fest­ar að verðbólga til eins árs reyn­ist hærri en 2,9%, eða vænti lægri raun­vaxta til dæm­is vegna efna­hags­sam­drátt­ar í kjöl­far tolla­stríðs, þá má velta fyr­ir sér hvort RIKS 26 veiti ágæt­is­skjól næstu tíu mánuðina,“ seg­ir Gunn­ar.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK