Aukin andstaða við tilboð ríkisins

Óttar Guðjónsson hvetur eigendur til að standa saman.
Óttar Guðjónsson hvetur eigendur til að standa saman. mbl.is/Eyþór

Óttar Guðjóns­son hag­fræðing­ur seg­ir vax­andi skiln­ing meðal fjár­festa á því að til­boð rík­is­ins til eig­enda svo­kallaðara HFF-bréfa sé ósann­gjarnt.

Varðar þetta upp­gjör Íbúðalána­sjóðs en fund­ur verður meðal eig­enda og rík­is­ins á morg­un, 10. apríl.

Óttar grein­ir frá því að í kjöl­far ákvörðunar Gild­is líf­eyr­is­sjóðs um að hafna til­boðinu í síðustu viku hafi fleiri fjár­fest­ar hugsað sinn gang.

Að sögn Ótt­ars rík­ir víðtæk undr­un á því að smærri fjár­fest­ar fái ekki sömu kjör og stærri, sem hann seg­ir stríða gegn bæði rétt­lætis­kennd al­menn­ings og lög­um um nauðasamn­inga. Þá gagn­rýn­ir hann að fjár­fest­um sem vilji halda bréf­um sín­um sé ekki gef­inn kost­ur á því.

„Eina leiðin fyr­ir fjár­festa til að verja hags­muni sína er að mæta á hlut­hafa­fund­inn á fimmtu­dag og greiða at­kvæði gegn til­lög­unni,“ seg­ir Óttar og hvet­ur eig­end­ur til að standa sam­an í mál­inu. mj@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK