Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur staðfest að hann muni gefa 90 daga frest á ætluðum tollum fyrir öll lönd heimsins utan Kína.
10% tollur gildir fyrir öll lönd á þessu tímabili en Kína fær á sig 125% toll.
Þetta gefur löndunum tækifæri á að semja við Bandaríkin.
Hlutabréfavísitölur rjúka upp við tíðindin og er Nasdaq upp um nær 10%, S&P 500 um 8% og Dow Jones um 7% þegar þetta er ritað.