Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við netöryggisfyrirtækið Keystrike.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við netöryggisfyrirtækið Keystrike. Ljósmynd/Aðsend

Netör­ygg­is­fyr­ir­tækið Keystrike hef­ur ráðið Jó­hönnu Vig­dísi Guðmunds­dótt­ir sem yf­ir­mann sölu, markaðsmá­la og viðskiptaþró­un­ar fyr­ir Evr­ópu­markað.

Seg­ir í til­kynn­ingu Keystrike að Jó­hanna Vig­dís hafi víðtæka reynslu úr ný­sköp­un, tækni og op­in­bera geir­an­um og hafi ít­rekað sýnt ár­ang­ur í að leiða vaxt­ar­skeið fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Jó­hanna Vig­dís kem­ur til Keystrike frá Def­end Ice­land, þar sem hún stýrði sölu og viðskiptaþróun. Áður gegndi hún lyk­il­hlut­verki í fram­kvæmd mál­tækni­áætl­un­ar fyr­ir ís­lensku hjá Al­mannarómi, þar sem hún leiddi sam­starf við stór­fyr­ir­tæki á borð við OpenAI og Microsoft.

Það sam­starf leiddi til þess að ís­lenska varð fyrsta tungu­mál heims, annað en enska, sem kom inn í Chat­G­PT. Fer­ill henn­ar spann­ar einnig stjórn­un­ar­stöður hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík og Straumi fjár­fest­ing­ar­banka.

„Við erum mjög ánægð með að fá Jó­hönnu í teymið til að leiða sölu og viðskiptaþróun á Íslandi og í Evr­ópu. Við sjá­um fyr­ir okk­ur mik­inn vöxt á næstu mánuðum og reynsla henn­ar mun nýt­ast vel til að sækja á nýja markaði, enda hent­ar lausn Keystrike fyr­ir­tækj­um sem þurfa að verja mik­il­væga innviði, og upp­fylla NIS2 og DORA-reglu­gerðir, ein­stak­lega vel,“ seg­ir Valdi­mar Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri Keystrike, í til­kynn­ing­unni.

„Netör­ygg­is­vörn Keystrike er fyrsta raun­veru­lega nýj­ung­in í ör­ygg­is­geir­an­um í lang­an tíma – ný aðferðafræði sem hef­ur þegar sannað sig enda búin til af reynslu­miklu teymi úr netör­ygg­is­brans­an­um. Eins og mik­ill fjöldi al­var­legra netárása sýn­ir kom­ast hakk­ar­ar í gegn­um all­ar hefðbundn­ar varn­ir. Markaðinn hef­ur því vantað lausn sem stöðvar árás­araðila í raun­tíma – áður en þeir geta valdið skaða – og Keystrike svar­ar þeirri þörf. Aukn­um óróa í alþjóðamál­um fylgja enn stærri ör­ygg­is­áskor­an­ir og ég hlakka til að tak­ast á við þær með upp­bygg­ingu Keystrike á Íslandi og í Evr­ópu,“ seg­ir Jó­hanna Vig­dís enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK