Las Buffett einfaldlega stöðuna rétt?

Það sem af er ári hefur Buffett selt hlutabréf fyrir …
Það sem af er ári hefur Buffett selt hlutabréf fyrir yfir 330 milljarða dala. AFP/Johannes Eisele

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Fjár­fest­ar um all­an heim hafa upp­lifað mikla óvissu síðustu daga eft­ir að Banda­rík­in, und­ir for­ystu Don­alds Trump, kynntu nýja tolla á heim­inn í ein­hvers kon­ar vernd­ar­stefnu fyr­ir Banda­rík­in. Þetta hef­ur hrist grunnstoðir alþjóðaviðskipta. Hinn áður óhugs­an­legi veru­leiki, að samn­ing­ar og regl­ur falli ein­fald­lega úr gildi eða eigi ekki við, virðist orðinn dag­legt brauð. Fátt virðist óhugs­andi í nýj­um veru­leika. Fjár­fest­ar fá hvert áfallið á fæt­ur öðru og traust til ein­hvers stöðug­leika er horfið.

Í þessu óvissu­ástandi er gagn­legt að rifja upp orð War­ren Buf­fett til hlut­hafa Berks­hire Hat­haway í miðjum heims­far­aldri, covid-19. Þá, þegar marg­ir töldu heim­inn vera á barmi tor­tím­ing­ar, hélt Buf­fett ró sinni. Hann lagði áherslu á lang­tíma­hugs­un, var­færni og trú á viðnámsþrótt hag­kerf­is­ins. Storm­ar kæmu og færu, sagði hann, en þeir sem héldu kúrs myndu sjá birt­una fær­ast yfir á ný.

Í upp­hafi árs seldi Buf­fett hluta­bréf fyr­ir yfir 330 millj­arða dala, forðaðist stór­ar yf­ir­tök­ur þrátt fyr­ir gríðarleg­an sjóð og fjár­festi frek­ar í fyr­ir­tækj­um á borð við Occidental Petrole­um og SiriusXM sem ein­beita sér einkum að Banda­ríkj­un­um.

Þessi skref benda til þess að hann hafi ekki aðeins bú­ist við vax­andi óvissu, held­ur einnig und­ir­búið sig fyr­ir hana, jafn­vel þótt hann hafi ekki endi­lega vitað ná­kvæm­lega hvað myndi ger­ast. Hann sá storm­inn nálg­ast.

Sam­særis­kenn­ing­ar rjúka af stað á þess­um óvissu­tím­um og ein er að Buf­fett hafi gert samn­ing við Trump og þeir séu að veikja markaðinn vís­vit­andi. Ekk­ert er hald­bært um að Buf­fett hafi haft ein­hverja vitn­eskju um tolla­stefnu Trumps eða að hann hafi gert ein­hvern slík­an samn­ing. Buf­fett hef­ur að sama skapi árum sam­an varað við vax­andi vernd­ar­stefnu og mögu­leg­um áhrif­um henn­ar. Hef­ur bent á hætt­una á hærra verðlagi, rösk­un á aðfanga­keðjum og hæg­ari hag­vexti. Buf­fett hef­ur því dregið lær­dóm af sög­unni, því eins og marg­ir hafa bent á er fátt nýtt und­ir sól­inni.

Buf­fett virðist hafa lesið rétt í stöðuna; hann sneri flota sín­um við áður en storm­ur­inn skall á af krafti og er með hann í vari í vík og bíður rétta augna­bliks­ins. Spurn­ing­in er ekki hvort hann snýr aft­ur, held­ur hvenær. Það er nokkuð sem smærri fjár­fest­ar ættu að líta til þegar storm­ur­inn geis­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK