Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni brátt kynna nýja tolla á öll innflutt lyf.
Í dag flytja Bandaríkin inn mestan hluta lyfja sinna frá Evrópu, Indlandi og Kína, en lyf hafa hingað til verið nær tollfrjáls vegna alþjóðasamkomulags.
Kemur þetta fram í frétt CNN og BBC.
Trump sagði markmiðið að knýja fram framleiðslu lyfja innan Bandaríkjanna.
Mörg íslensk skráð félög eiga hér mikið undir.