Sögulegar hækkanir eftir tilkynningu um tollahlé

Sögulegar hækkanir urðu á hlutabréfamarkaði vestan hafs í dag.
Sögulegar hækkanir urðu á hlutabréfamarkaði vestan hafs í dag. AFP/Angela Weiss

Sögu­leg­ar hækk­an­ir urðu á hluta­bréfa­markaði vest­an­hafs eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti um tolla­hlé gagn­vart þeim ríkj­um sem sýnt hafa Banda­ríkja­mönn­um samn­ings­vilja. 

For­set­inn til­kynnti í dag um að 90 daga hlé yrði gert á áform­um um hærri tolla sem tóku gildi inn­an við sól­ar­hring áður og í staðinn myndi hann leggja flat­an 10% toll á inn­flutn­ing vara frá samn­ings­fús­um ríkj­um.

Á sama tíma til­kynnti Trump um hækk­un tolla á kín­versk­ar vör­ur í minnst 125% sem tæki gildi nú þegar.

AFP/​Ang­ela Weiss

Tímaspurs­mál eft­ir að skulda­bréfa­markaður veikt­ist

S&P 500-hluta­bréfa­vísi­tal­an hækkaði um 9,5% í dag í stærstu inn­andags­upp­sveiflu henn­ar síðan árið 2008 en eft­ir til­kynn­ingu for­set­ans um hærri tolla hrundi hún um meira en 10% og marg­ir sér­fræðing­ar vöruðu hrein­lega við hættu á alls­herj­ar efna­hags­lægð í Banda­ríkj­un­um og um heim all­an.

Áhrifa tolla­stefn­unn­ar gætti á skulda­bréfa­markaði í dag þegar fjár­fest­ar fóru að selja rík­is­skulda­bréf og sagði Paul Ashworth, yf­ir­maður efna­hags­mála fyr­ir Norður-Am­er­íku hjá grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Capital Economics, að þó Trump hafi getað staðist hrun á hluta­bréfa­markaði þá hafi aðeins verið tímaspurs­mál, eft­ir að skulda­bréfa­markaður fór að veikj­ast, hvenær for­set­inn myndi „pakka sam­an“.

Asworth sagðist bú­ast við að Trump myndi snúa aft­ur að áætl­un sinni um 10% al­hliða tolla, sem hann hafi talað fyr­ir í kosn­inga­bar­átt­unni í fyrra en varaði að sama skapi við því að það tæki tíma fyr­ir Banda­rík­in og Kína að kom­ast að sam­komu­lagi.

„Það er erfitt að sjá að menn gefi eft­ir á næstu dög­um,“ sagði hann. „En mig grun­ar að viðræður muni fara fram á end­an­um.“

Sveif upp um meira en 12%

Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­tal­an rauk upp um meira en 7,8% í dag og Nas­daq-hluta­bréfa­vísi­tal­an sveif upp um meira en 12%.

Fyr­ir­tæki á borð við Nike, sem fram­leiðir um helm­ing af skóm sín­um í Víet­nam, hækkaði um 11% og Apple reis um 15%.

Þrátt fyr­ir hækk­un á mörkuðum í dag voru þess­ar leiðandi vísi­töl­ur ennþá lægri en þær voru áður en Trump til­kynnti um toll­ana í síðustu viku.

Trump hef­ur látið hafa eft­ir sér í dag að hann von­ist til að ná sam­komu­lagi við Kína og að nú velti hann fyr­ir sér að veita und­anþágur frá toll­um til ákveðinna fyr­ir­tækja, eitt­hvað sem hann hef­ur ekki talað um í fyrri yf­ir­lýs­ing­um.

„Ég sá í gær­kvöldi að fólk var að verða svo­lítið óró­legt,“ sagði Trump og viður­kenndi áhyggj­ur fólks. Þó gaf hann til kynna staðfestu sína um tolla á lyk­il­geira eins og bíla, stál og ál og að hann væri að skoða aðrar grein­ar á borð við lyfjaiðnaðinn.

Bank­inn hvarf aft­ur til fyrri spár um lág­marks vöxt

Nokkr­um mín­út­um eft­ir að Trump til­kynnti um ákvörðun sína um tolla­hlé gaf fjár­fest­ing­ar­bank­inn Goldm­an Sachs út grein­ing­ar­skýrslu þar sem efna­hags­lægð var spáð í Banda­ríkj­un­um vegna of­ur­tolla Trumps.

Tveim­ur klukku­stund­um síðar sagðist bank­inn hverfa aft­ur til fyrri spár og gerði ráð fyr­ir lág­marks vexti á ár­inu með 45% lík­um á efna­hags­lægð.

Millj­arðamær­ing­ur­inn Bill Ackm­an, for­stjóri Pers­hing Square Capital Mana­gement vog­un­ar­sjóðsins, sem kallað hafði eft­ir 90 daga hléi á toll­un­um, þakkaði for­set­an­um á sam­fé­lags­miðlum: „Þakka þér fyr­ir hönd allra Banda­ríkja­manna,“ sagði hann.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK