Verðstríð innan greinarinnar

Róbert Wessman forstjóri Alvotech. Merki eru um þvingaðar sölur síðustu …
Róbert Wessman forstjóri Alvotech. Merki eru um þvingaðar sölur síðustu daga sem hafa ýtt gengi bréfanna undir útboðsgengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­votech tapaði tæp­um 31 millj­arði króna, eða 232 millj­ón­um banda­ríkja­dala, á síðasta ári. Þrátt fyr­ir tölu­verðan viðsnún­ing í sölu­tekj­um.

Heild­ar­tekj­ur fé­lags­ins námu tæp­um 65 millj­örðum króna, eða um 490 millj­ón­um dala, sem er veru­leg aukn­ing frá rétt um 12 millj­örðum króna, eða 91,4 millj­ón­um dala, árið 2023.

Fé­lagið skuld­ar nú yfir 141 millj­arð króna, eða um 1.068,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eft­ir mikl­ar fjár­fest­ing­ar í þróun, fast­eign­um, tækj­um og búnaði.

Fram kem­ur í reikn­ing­um Al­votech að skuld­ir fé­lags­ins beri 12,4% meðal­vexti.

Fé­lagið á rétt um 7 millj­arða í hand­bæru fé, eða 51,4 millj­ón­ir dala. Vert er að nefna að end­ur­greiðsla lána Al­votech er lág næstu fjög­ur árin eft­ir ný­lega end­ur­fjármögn­un fé­lags­ins.

Har­ald­ur Heim­is­son, hluta­bréfamiðlari hjá Ari­on, seg­ir að það hafi skap­ast mikl­ar vænt­ing­ar fyr­ir upp­gjöri Al­votech í ljósi þess hvað aðdrag­and­inn var lang­ur.

„Upp­gjör­inu var seinkað um mánuð. Sum­ir væntu stórra frétta, aðrir jafn­vel slæmra, en það var greini­lega mis­ræmi í vænt­inga­stjórn­un á milli markaðar­ins og stjórn­enda,“ seg­ir Har­ald­ur.

Hann lýs­ir því að í gróf­um drátt­um hafi upp­gjörið verið þannig að tekj­ur voru betri en kostnaður meiri en markaður­inn bjóst við. Grein­end­ur hafi orðið fyr­ir von­brigðum þar sem fyr­ir­tækið náði ekki al­veg þeim mark­miðum sem markaður­inn hafði gert ráð fyr­ir sem minnti á neit­un FDA (Lyfja­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna) um árið. Þetta hafi skapað nei­kvætt viðhorf – sér­stak­lega með hliðsjón af því að árið 2025 lít­ur út fyr­ir að valda von­brigðum miðað við vænt­an­leg­an vöxt. Vert er að minna á að fé­lagið er á allt öðrum stað í dag, komið með tvö lyf á markað og fjög­ur önn­ur lyf sem fara í sölu á þessu ári ásamt fleiri á kom­andi árum.

„Við erum í ákveðnu „per­fect storm“-ástandi – alþjóðleg­ir markaðir eru erfiðir, og ís­lenski markaður­inn hef­ur sér­tæk vanda­mál, m.a. skort á virk­um er­lend­um fjár­fest­um. Marg­ir af þeim sem eiga í Al­votech eru vísi­tölu­sjóðir sem fylgja líf­tækni­v­ísi­töl­um í Banda­ríkj­un­um eða svo­kölluðum „Emerg­ing mar­kets“-vísi­töl­um á Íslandi. Fé­lagið hef­ur lækkað mikið, og líf­tækni­geir­inn í heild hef­ur átt und­ir högg að sækja,“ seg­ir Har­ald­ur.

Hann seg­ir að það bæti gráu ofan á svart að óvissa sé um tolla og póli­tískt lands­lag sem get­ur haft áhrif á út­flutn­ing.

Al­votech spá­ir áfram­hald­andi vexti á ár­inu 2025 og ger­ir ráð fyr­ir að heild­ar­tekj­ur verði á bil­inu 570-670 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. 

Har­ald­ur seg­ir að hreyf­ing­in í bréf­un­um hafi fyr­ir nokkru aðlagað sig af­komu­spánni en merki eru um þvingaðar söl­ur síðustu daga sem hafa ýtt gengi bréf­anna und­ir útboðsgengi.

„Þegar markaður­inn ró­ast og óviss­an minnk­ar munu viðskipti með bréf fé­lags­ins verða eðli­legri. Eins og staðan er núna erum við í ástandi á markaði sem jafn­vel er verra en það var þegar Úkraínu­stríðið byrjaði. All­ir voru bjart­sýn­ir í byrj­un árs­ins, en síðan hef­ur þetta þró­ast í hið gagn­stæða,“ seg­ir Har­ald­ur.

Alþjóðlega fjár­mála­fyr­ir­tækið UBS end­ur­skoðaði ný­lega verðmat sitt á Al­votech í kjöl­far árs­upp­gjörs fé­lags­ins fyr­ir árið 2024. Sam­kvæmt frétt Viðskipta­blaðsins lækkaði UBS verðmat sitt á Al­votech. Þessi lækk­un er aðallega rak­in til ytri aðstæðna á mörkuðum og auk­inn­ar sam­keppni í líf­tækni­geir­an­um, frem­ur en innri þátta hjá Al­votech sjálfu.

UBS bend­ir á að sam­keppni í fram­leiðslu á líf­tækni­hliðstæðum (e. bi­osim­il­ars) hafi auk­ist, sem hef­ur leitt til mik­ils verðstríðs inn­an grein­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir þessa lækk­un á verðmati tel­ur UBS að Al­votech hafi enn sterka stöðu á markaði og mikla vaxt­ar­mögu­leika til framtíðar.

Har­ald­ur seg­ir grein­anda UBS nálg­ast grein­ing­una á mjög eðli­leg­an hátt. Stóra spurn­ing­in sé sam­keppn­in í lyfja­geir­an­um og þess­ar miklu verðlækk­an­ir í líf­tækni­hliðstæðum.

„Lækk­un­in á hluta­bréf­un­um úr 1.300 í 1.100 teng­ist ekki upp­gjör­inu sjálfu held­ur ytri aðstæðum. Við höf­um séð lækk­an­ir hér heima sem ger­ast aðeins á nokk­urra ára fresti. Það þarf að staldra við og spyrja: Er þetta virki­lega svona slæmt? Tolla­stríðið er vont, en ólíkt covid eða Úkraínu þá fer maður í ferm­ing­ar­veisl­ur og eng­inn spyr um markaðinn – sem seg­ir sitt. Verðlækk­un­ina núna þarf að setja í stærra sam­hengi,“ seg­ir Har­ald­ur.

Spurður hvort hann telji að fé­lagið sé van­metið seg­ist Har­ald­ur telja svo vera.

„Já, fé­lagið hef­ur farið lengra niður en ég bjóst við. Ég hélt að 1.500 væri sterk lág­marks­lína, en vænt­ing­ar um framtíðar­vöxt hafa verið skorn­ar niður. Engu að síður hef­ur fé­lagið meiri mögu­leika til vaxt­ar en flest önn­ur á markaðnum. En á svona markaði, þar sem öll vaxt­ar­fé­lög lækka um tug­pró­sent­ur, þá ger­ir eng­inn ráð fyr­ir svona ástandi. Það er því miður þannig í dag,“ seg­ir Har­ald­ur.

Grein­in birt­ist í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka