Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hækkar við opnun eftir fréttir af tollahléi Bandaríkjaforseta. Donald Trump tilkynnti í gær 90 daga frest á ofurtollum, þess í stað eru 10% tollar á öll lönd utan Kína sem hangir enn inni í 125% tolli.
Þegar þetta er ritað er Úrvalsvítistalan, OMXI15 upp um tæp 6% og bréf Alvotech rjúka upp um 15% og Oculis um rúm 11%.