Ingvar tekur við af Jónasi

Ingvar Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framkvæmda hjá bygginga- og …
Ingvar Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framkvæmda hjá bygginga- og ráðgjafarfyrirtækinu Mannverk ehf. Ljósmynd/Aðsend

Ingvar Árna­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fram­kvæmda hjá bygg­inga- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Mann­verk ehf.

Ingvar tek­ur við starf­inu af Jónasi Má Gunn­ars­syni sem gegnt hef­ur þessu hlut­verki sam­hliða starfi for­stjóra og mun áfram leiða fé­lagið að áfram­hald­andi vexti. Ingvar mun gegna hlut­verki staðgengils for­stjóra, taka sæti í fram­kvæmda­stjórn fé­lags­ins og bera lyk­i­lá­byrgð á verk­efn­um fé­lags­ins og upp­bygg­ingu starf­sem­inn­ar.

Ingvar hef­ur starfað hjá Mann­verk síðastliðin tíu ár, lengst af sem yf­ir­verk­efna­stjóri við bygg­ingu gagna­vers Ver­ne Global á Ásbrú. Hann er með mennt­un í bygg­ing­ar­verk­fræði og býr yfir víðtækri reynslu af stýr­ingu flók­inna fram­kvæmda. Áður starfaði hann sem hönnuður og verk­efna­stjóri hjá Rosen­berg Wor­leyP­ar­sons í Nor­egi.

Ingvar hef­ur leitt fjöl­breytt verk­efni á veg­um Mann­verks, þar á meðal íbúðabygg­ing­ar, hót­el­bygg­ing­ar og stór­fram­kvæmd­ir í gagna­versiðnaði. 

Mann­verk ehf. hef­ur frá stofn­un unnið að fjöl­breytt­um bygg­ing­ar­verk­efn­um um allt land. Má þar nefna íbúðabygg­ing­ar, hót­el­bygg­ing­ar, at­vinnu- og iðnaðar­hús­næði, auk sér­hæfðra verk­efna á sviði gagna­vers­fram­kvæmda – sem og bygg­ingu baðlóns í Laug­ar­ási, sem opn­ar í sum­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka