Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur aukist

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðbólga hjaðnaði veru­lega á ár­inu 2024 og mæld­ist 4,8% í lok árs­ins, sam­an­borið við 8,8% að meðaltali á ár­inu 2023. Þetta kem­ur fram í ný­út­gef­inni árs­skýrslu Seðlabanka Íslands. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækkaðir í tvígang á ár­inu, fyrst í októ­ber og síðar í nóv­em­ber, og stóðu í 8,5% við árs­lok.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að hjöðnun­in hafi verið á breiðum grunni. Þar veg­ur sér­stak­lega þungt minni verðhækk­un á mat­vöru og þjón­ustu, sem og breyt­ing­ar á út­reikn­ingi reiknaðrar húsa­leigu hjá Hag­stofu Íslands.

Krón­an styrkt­ist um 4% á ár­inu gagn­vart helstu gjald­miðlum, og var gengi henn­ar frem­ur stöðugt. Aðeins einu sinni þurfti Seðlabank­inn að grípa inn í gjald­eyr­is­markaðinn þegar bank­inn keypti 9,2 millj­arða króna í fe­brú­ar vegna mik­ils er­lends inn­flæðis á skulda­bréfa­markaði.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að banka­kerfið hafi sýnt mik­inn viðnámsþrótt og að rekst­ur viðskipta­banka hafi verið traust­ur. Hrein­ar vaxta­tekj­ur juk­ust á fyrstu þrem­ur fjórðung­um árs­ins en dróg­ust sam­an und­ir lok árs vegna meðal ann­ars minni verðbólgu.

Skuld­ir heim­ila og fyr­ir­tækja eru sagðar með þeim lægstu sem sést hafa í ára­tugi og van­skil afar fátíð. Lausa­fjárstaða bank­anna var sterk í lok árs og eig­in­fjár­hlut­föll vel yfir lög­boðnum viðmiðum.

Seðlabank­inn lagði jafn­framt áherslu á netör­yggi og rekstr­arör­yggi fjár­málainnviða og hóf und­ir­bún­ing að inn­lendri, sjálf­stæðri smá­greiðslu­lausn.

Sam­kvæmt skýrsl­unni ein­kennd­ist árið 2024 af aðhaldi í pen­inga­mál­um, minnk­andi verðbólgu og styrk­ingu fjár­mála­kerf­is­ins. 

Með réttu mætti álykta út frá þess­um sam­eig­in­legu þátt­um: minnk­andi verðbólguþrýst­ing­ur, fækk­un inn­gripa, lækk­andi vext­ir, og sterkt fjár­mála­kerfi með lága skulda­stöðu að til­efni sé til hóf­legr­ar bjart­sýni en fram kem­ur í skýrsl­unni:

Viðnámsþrótt­ur viðskipta­bank­anna var mik­ill í lok árs­ins 2024 en sterkt og öfl­ugt banka­kerfi skipt­ir sköp­um við að viðhalda starf­hæfu fjár­mála­kerfi og varðveita fjár­mála­stöðug­leika. Slík staða er mjög mik­il­væg nú þar sem óvissa um alþjóðleg­ar efna­hags­horf­ur hef­ur auk­ist á sama tíma og óvissa inn­an­lands hef­ur minnkað."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK