Sveiflur á mörkuðum eru óþægilegar og síðustu dagar hafa verið erfiðir. Það vekur athygli að íslenski markaðurinn virðist sveiflast meira en þeir sem eru í kringum okkur. Mögulega er það almennur ótti sem er innbyggður í fjárfesta á Íslandi.
Morgunblaðið leitaði til Sigurðar Hreiðars Jónssonar, forstöðumanns verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, sem benti á að veltan á markaðnum væri lítil. Óvissan er þessa dagana nánast algjör og fjárfestar bíða frétta frá Bandaríkjunum dag hvern til að reyna að fóta sig. Það hafi illa gengið síðustu daga þó markaðurinn virðist fá eitthvert andrými nú í 90 daga eftir frestun tolla umfram 10% á öll lönd, utan Kína.
Það sem mögulega skiptir hvað mestu máli er að mörg fyrirtæki heimsins eru þessa stundina að taka áætlanir sínar úr sambandi því þau vita hreinlega ekki hvernig næstu mánuðir verða í rekstri. Af risunum reið Walmart á vaðið og segir áætlanir sínar í endurskoðun. Slíkar breytingar hafa áhrif á fjárfestingar og alla verðlagningu fyrirtækja. Hún er einfaldlega í uppnámi.
Sigurður er þó rólegur yfir stöðunni, fyrirtækin á Íslandi séu sterk, kerfið sömuleiðis í heild. Það verði að líta til þess að Ísland virðist, enn sem komið er, vera að lenda í minnsta mögulega tolli forseta Bandaríkjanna og því jákvætt miðað við allt. Það fer síðan allt eftir því hvernig samið verður á þessu 90 daga tímabili.
Langtímahugsun skipti nú máli en ekki daglegar sveiflur þótt auðvitað sé alltaf erfitt að stíga ölduna.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.