Ágæt þróun en alþjóðleg óvissa vofir yfir

mbl.is/Karítas

Lands­bank­inn birti í vik­unni nýja hagspá sem nær til árs­ins 2027. Spá­in dreg­ur upp mynd af traust­um en hæg­fara bata í efna­hags­líf­inu, þó með fyr­ir­vara um óvissuþætti, einkum á sviði alþjóðaviðskipta.

Gert er ráð fyr­ir 1,4% hag­vexti á þessu ári, sem muni smám sam­an aukast í 2,3% árið 2027. Vöxt­ur­inn bygg­ist einkum á auk­inni einka­neyslu, fjár­fest­ingu og vax­andi út­flutn­ingi, þar á meðal lyfja- og fisk­eld­is­vöru.

Verðbólg­an hef­ur hjaðnað tals­vert frá há­marki en fer hæg­ar niður en von­ir stóðu til. Hún mæld­ist 3,8% í mars og er spáð óbreytt við árs­lok. Gert er ráð fyr­ir að verðbólg­an verði 3% 2027. Þótt stýri­vext­ir lækki úr 7,75% í 5% á tíma­bil­inu verður pen­inga­legt aðhald áfram þétt, þar sem verðbólgu­vænt­ing­ar hald­ast þrálát­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK