Hlutabréfamarkaðir hafa áhrif á daglegt líf landsmanna

Í vikunni þurrkuðust út um 380 milljarðar króna af markaðsvirði …
Í vikunni þurrkuðust út um 380 milljarðar króna af markaðsvirði skráðra félaga á örfáum dögum. Óvissa ríkir og öfgakenndar sveiflur. mbl.is/Karítas

Marg­ir lands­menn telja hluta­bréfa­markaðina sér óviðkom­andi og ein­ung­is leik­vang sér­hæfðra fjár­festa. Staðreynd­in er sú að þróun þeirra hef­ur í raun mik­il áhrif á dag­legt líf al­menn­ings. Á Íslandi, þar sem líf­eyri­s­kerfið bygg­ist á fjár­fest­ing­um sjóða og láns­kjör tengj­ast vöxt­um og verðbólgu, skipt­ir ástand á mörkuðum máli fyr­ir flesta lands­menn jafn­vel þótt þeir eigi ekki hluta­bréf.

380 millj­arðar hurfu af markaði á fá­ein­um dög­um

Í vik­unni þurrkuðust út um 380 millj­arðar króna af markaðsvirði skráðra fé­laga á Íslandi á ör­fá­um dög­um. Markaður­inn hef­ur tekið við sér að hluta, en óvissa rík­ir enn. Mik­ill hluti eigna ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða er bund­inn í hluta­bréf­um, bæði hér­lend­is og er­lend­is, og því hafa sveifl­ur bein áhrif á af­komu sjóðanna og þar með á framtíðar­tekj­ur al­menn­ings.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK