Skuldabréfamarkaðurinn hagar sér með óhefðbundnum hætti

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase.
Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase. AFP/Saul Loeb

Óvissa rík­ir nú á skulda­bréfa­mörkuðum Banda­ríkj­anna þar sem verð rík­is­skulda­bréfa hef­ur lækkað þvert á hefðbundn­ar vænt­ing­ar í kjöl­far auk­inn­ar óvissu í alþjóðaviðskipt­um.

Fjár­fest­ar leita í ör­ugg­ar eign­ir á borð við banda­rísk rík­is­skulda­bréf þegar óstöðug­leiki rík­ir á fjár­mála­mörkuðum. Slík bréf hafa um ára­bil verið tal­in ein ör­ugg­asta fjár­fest­ing­in og njóta trausts af hálfu fjár­festa vegna ábyrgðar banda­ríska rík­is­ins. Þrátt fyr­ir það hafa verð skulda­bréfa farið lækk­andi að und­an­förnu.

Kem­ur þetta fram í frétt CNN.

Sér­fræðing­ar rekja þró­un­ina að mestu leyti til minnk­andi trausts á viðskipta­stefnu Banda­ríkj­anna. Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morg­an Chase, fjallaði um þessa þróun í ár­legu bréfi til hlut­hafa á mánu­dag og sagði að stefn­an gæti grafið und­an tengsl­um Banda­ríkj­anna við mik­il­væg­ustu viðskiptaaðila sína og veikja alþjóðlega stöðu lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK