Óvissa ríkir nú á skuldabréfamörkuðum Bandaríkjanna þar sem verð ríkisskuldabréfa hefur lækkað þvert á hefðbundnar væntingar í kjölfar aukinnar óvissu í alþjóðaviðskiptum.
Fjárfestar leita í öruggar eignir á borð við bandarísk ríkisskuldabréf þegar óstöðugleiki ríkir á fjármálamörkuðum. Slík bréf hafa um árabil verið talin ein öruggasta fjárfestingin og njóta trausts af hálfu fjárfesta vegna ábyrgðar bandaríska ríkisins. Þrátt fyrir það hafa verð skuldabréfa farið lækkandi að undanförnu.
Kemur þetta fram í frétt CNN.
Sérfræðingar rekja þróunina að mestu leyti til minnkandi trausts á viðskiptastefnu Bandaríkjanna. Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase, fjallaði um þessa þróun í árlegu bréfi til hluthafa á mánudag og sagði að stefnan gæti grafið undan tengslum Bandaríkjanna við mikilvægustu viðskiptaaðila sína og veikja alþjóðlega stöðu landsins.
Ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa hefur hækkað hratt og stendur nú í 4,4%, eftir að hafa verið undir 4% fyrr í vikunni. Slíkar sveiflur eru óvenjulegar og geta haft veruleg áhrif á bandarískt efnahagslíf, þar sem mörg neytendalán eru beintengd þessum vöxtum.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.